Fótbolti

Ragnar spilar ekki gegn Robinho, Demba Ba og félögum í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson fer meiddur af velli í leik gegn Midtjylland.
Ragnar Sigurðsson fer meiddur af velli í leik gegn Midtjylland. VÍSIR/GETTY

Ragnar Sigurðsson er ekki í leikmannahópi FCK sem mætir Istanbul Basaksehir í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Ragnar er á meiðslalistanum og verður því ekki í leikmannahópnum í kvöld en hann var einnig meiddur í fyrri leik þessara liða sem fór fram í mars, rétt áður en öllu var skellt í lás vegna veirunnar.

FCK tapaði fyrri leiknum 1-0 í Tyrklandi svo það er allt opið fyrir síðari leikinn sem fer fram fyrir luktum dyrum á þjóðarleikvangi Dana, Parken, í kvöld.

Istanbul Basaksehir er með ansi marga þaulreynda leikmenn í sínum herbúðum en þeir urðu tyrkneskir meistarar á dögunum. Þar má m.a. nefna Demba Ba, Robinho og Martin Skrtel.

Sigurvegarinn úr viðureign FCK og Istanbul Basaksehir mætir að öllum líkindum Man. United í næstu umferð en United leiðir 5-0 eftir fyrri leikinn gegn LASK.

Síðari leikur United og LASK fer einnig fram í kvöld en báðir leikirnir verða í beinni útsendingunni á Stöð 2 Sport. Leikurinn í Danmörku klukkan 16.55 en United klukkan 19.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.