Fótbolti

Gengið framhjá Cristiano Ronaldo í valinu á mikilvægasta leikmanni Seríu A

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo í leik með Juventus á móti Lazio á tímabilinu.
Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo í leik með Juventus á móti Lazio á tímabilinu. Getty/Chris Ricco

Paulo Dybala, liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Juventus, var í dag valinn mikilvægasti leikmaður ítölsku deildarinnar á þessu tímabili.

Sería A verðlaunaði í dag þá leikmenn sem sköruðu fram úr á nýloknu tímabili og það kemur kannski mörgum á óvart að þar var alveg gengið framhjá Cristiano Ronaldo.

Framlag Paulo Dybala til Juventus var talið vera mikilvægara en það sem Portúgalinn skilaði á leiktíðinni. Juventus varð ítalskur meistari níunda árið í röð.

Cristiano Ronaldo fékk engin verðlaun að þessu sinni þrátt fyrir að hafa verið með 31 mark í 33 leikjum á leiktíðinni. Ciro Immobile hjá Lazio var valinn besti sóknarmaðurinn í deildinni.

Paulo Dybala var með tuttugu færri mörk en Ronaldo í Seríu A en gaf fimm fleiri stoðsendingar. Dybala endaði með 11 mörk og 11 stoðsendingar í 33 leikjum.

Juventus átti líka besta markvörðinn sem var Pólverjinn Wojciech Szczesny.

Verðlaunin fyrir Seríu A tímabilið 2019-20:

  • Besti markvörður: Wojciech Szczesny (Juventus)
  • Besti varnarmaður: Stefan De Vrij (Inter)
  • Besti miðjumaður: Alejandro Gomez (Atalanta)
  • Besti sóknarmaður: Ciro Immobile (Lazio)
  • Besti ungi leikmaður: Dejan Kulusevski (Parma)
  • Mikilvægasti leikmaður: Paulo Dybala (Juventus)


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.