Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 07:57 Danskir landamæraverðir hafa vísað hundruð manns frá landamærunum að Þýskalandi frá því að ferðabannið tók gildi á hádegi að dönskum tíma í gær. Vísir/EPA Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53
Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21