Enski boltinn

Leikmenn fái rauða spjaldið fyrir að hósta á aðra leikmenn

Ísak Hallmundarson skrifar
Hver ætli verði fyrstur til að fá rauða spjaldið vegna nýju reglunnar?
Hver ætli verði fyrstur til að fá rauða spjaldið vegna nýju reglunnar? getty/ Peter Powell

FA, knattspyrnusamband Englands, hefur samþykkt nýja reglu þess efnis að leikmenn fái að líta rautt spjald fyrir að hósta eða hnerra á aðra leikmenn eða dómara meðan á leik stendur. Reglan tekur gildi á komandi keppnistímabili í öllum deildum Englands.

Í tilkynningu frá FA segir að ef leikmaður af ásettu ráði hóstar á dómara eða annan leikmann fái viðkomandi beint rautt spjald. 

Dómarar munu ekki vera ábyrgir fyrir því að fjarlægðarmörk séu virt þegar marki er fagnað, það er á ábyrgð leikmanna sjálfra. Þá hafa dómarar ekki völd til að refsa leikmönnum fyrir að hrækja á völlinn.

Times  greinir fyrst frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×