Erlent

Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Geimfar SpaceX lendir í Mexíkóflóa nú á sjöunda tímanum.
Geimfar SpaceX lendir í Mexíkóflóa nú á sjöunda tímanum. Vísir/AP

Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni. Lendingarstaðurinn var Mexíkóflói, rétt sunnan við borgina Pensacola í Flórída og formlegur lendingartími 18:45 að íslenskum tíma.

Lending Hurley og Behnken er talin marka ákveðin kaflaskil í bandarískri geimferðasögu. Ferð geimfaranna er sú fyrsta sem farin er út í geim með einkafyrirtæki, í þessu tilviki SpaceX. Þá er um að ræða fyrsta mannaða geimferðin undir bandarískum fána síðan árið 2011.

Bob Behnken, Chris Cassidy og Doug Hurley í viðtali á föstudag frá Alþjóðlegu geimstöðinni.Vísir/AP

Björgunarmenn vinna nú að því að tryggja að geimfar þeirra Hurley og Behnken sé öruggt. Því verður svo lyft upp úr sjónum og geimfararnir geta þá komist út. Þeim verður því næst komið undir læknishendur og að henni lokinni fara þeir með þyrlu í land.

Fylgst var með heimferð geimfaranna í beinni útsendingu NASA, Geimferðarstofnunar Bandaríkjanna. Hana má enn nálgast í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Geimfarar stefna aftur til jarðar í SpaceX-ferju

Tveir bandarískir geimfarar sem voru þeir fyrstu til að fara út í geim með einkafyrirtækinu SpaceX eru lagðir af stað heim til jarðar frá Alþjóðlegu geimstöðinni.

Starship nú í forgangi hjá SpaceX

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×