Enski boltinn

Flestir sáu bikar­úr­slitin en Liver­pool á tvo leiki á topp fimm og Shrews­bury einn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og lærisveinar eiga tvo leiki á topp fimm.
Klopp og lærisveinar eiga tvo leiki á topp fimm. vísir/getty

Gary Lineker, þáttarstjórnandi Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, birti í gær lista yfir þá fimm leiki sem voru með hæstar áhorfstölur á nýyfirstaðinni leiktíð.

Rúmar átta milljónir Englendinga horfðu á bikarúrslitaleik Arsenal og Chelsea í gær er Pierre-Emerick Aubameyang tryggði Arsenal 14. bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

46,1% þeirra sem voru með kveikt á sjónvarpinu í gær voru með kveikt á bikarúrslitaleiknum sem var í beinni frá Wembley á breska ríkisútvarpinu.

Í öðru sætinu yfir þá leiki sem voru með hæstar áhorfstölur var undanúrslitaleikur Arsenal og Chelsea en CHelsea á þrjá leiki á listanum.

Shrewsbury Town kemst einnig á listanum en rúmlega sex milljónir manna horfðu á þá etja kappi við Liverpool í enska bikarnum.

Topp fimm listann má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.