Enski boltinn

Aubameyang vildi ekki ræða fram­tíðina en Martinez fór á Twitter og bað hann um að fram­lengja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang fagnar síðara markinu.
Aubameyang fagnar síðara markinu. vísir/getty

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, vildi ekki mikið ræða framtíð sína hjá félaginu eftir bikarsigurinn á Chelsea í gær.

Arsenal vann sinn 14. bikarmeistaratitil er liðið vann 2-1 sigur á Chelsea á Wembley en Gabon-maðurinn skoraði bæði mörk Arsenal.

Hann er á leið inn á sitt síðasta ár af samningi sínum hjá þeim rauðklæddu í Lundúnum og hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við félagið.

„Ég er ekki að hugsa um þetta núna. Ég vil njóta með strákunum og taka við bikarnum,“ sagði hann í samtali við BT Sport eftir leikinn.

„Mér fannst við verðskulda sigurinn. Allir gáfu allt sitt og já, við áttum þetta skilið. Þetta hefur verið löng vegferð en núna munum við njóta þessa frábæra leiks.“

Leikmenn Arsenal vilja, eðlilega, að framherjinn knái skrifi undir nýjan samning við félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×