Innlent

Reyndi þrisvar að ræna fólk með hnífi í vesturborginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Engan sakaði þegar maðurinn gerði tilraunir til að ræna fólk með hnífi í þrígang.
Engan sakaði þegar maðurinn gerði tilraunir til að ræna fólk með hnífi í þrígang. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á þrítugsaldri gerði þrjá tilraunir til að ræna fólk vopnaður hnífi í vesturborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Engan sakaði og var maðurinn handtekinn án mótspyrnu. Í austurborginni brást ölvaður maður illa við afskiptum lögreglu og hrækti á nokkra lögregluþjóna.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sem var handtekinn fyrir ránstilraunirnar hafi verið vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Í Facebook-hóp fyrir íbúa Vesturbæjar lýsti kona sem sagðist hafa orðið fyrir barðinu á manninum. Hún hafi beðið í bíl á rauðu ljósi á Hringbraut þegar maðurinn nálgaðist að því ert virtist í annarlegu ástandi og rifið upp bílstjórahurð. Maðurinn hafi ógnað ökumanninum með hníf en ökumanninum síðan tekist að ýta manninum frá sér, loka og keyra burt.

Í austurborginni hafði lögregla afskipti ölvuðum manni laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Maðurinn hrækti í andlit lögregluþjón og sparkaði í annan, að því er segir í dagbókinni. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þar er hann sagður hafa látið ófriðlega og hrækt í andlit tveggja lögregluþjóna í viðbót.

Lögregla í Hafnarfirði sinnti tilkynningu um heimilisofbeldi í gærkvöldi. Lögreglumenn eru sagðir hafa skakkað leikinn og málið sé til rannsóknar.

Þá komu lögreglumenn konu til aðstoðar sem hafði læst sig inni á baðherbergi og sat föst á Seltjarnarnesi. Lögreglumenn skriðu inn um glugga og tókst að lyfta konunni út um gluggann. Konan er sögð hafa verið frelsinu fegin þar sem hún var á leið í flug.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.