Innlent

Reyndi þrisvar að ræna fólk með hnífi í vesturborginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Engan sakaði þegar maðurinn gerði tilraunir til að ræna fólk með hnífi í þrígang.
Engan sakaði þegar maðurinn gerði tilraunir til að ræna fólk með hnífi í þrígang. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á þrítugsaldri gerði þrjá tilraunir til að ræna fólk vopnaður hnífi í vesturborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Engan sakaði og var maðurinn handtekinn án mótspyrnu. Í austurborginni brást ölvaður maður illa við afskiptum lögreglu og hrækti á nokkra lögregluþjóna.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sem var handtekinn fyrir ránstilraunirnar hafi verið vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Í Facebook-hóp fyrir íbúa Vesturbæjar lýsti kona sem sagðist hafa orðið fyrir barðinu á manninum. Hún hafi beðið í bíl á rauðu ljósi á Hringbraut þegar maðurinn nálgaðist að því ert virtist í annarlegu ástandi og rifið upp bílstjórahurð. Maðurinn hafi ógnað ökumanninum með hníf en ökumanninum síðan tekist að ýta manninum frá sér, loka og keyra burt.

Í austurborginni hafði lögregla afskipti ölvuðum manni laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Maðurinn hrækti í andlit lögregluþjón og sparkaði í annan, að því er segir í dagbókinni. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þar er hann sagður hafa látið ófriðlega og hrækt í andlit tveggja lögregluþjóna í viðbót.

Lögregla í Hafnarfirði sinnti tilkynningu um heimilisofbeldi í gærkvöldi. Lögreglumenn eru sagðir hafa skakkað leikinn og málið sé til rannsóknar.

Þá komu lögreglumenn konu til aðstoðar sem hafði læst sig inni á baðherbergi og sat föst á Seltjarnarnesi. Lögreglumenn skriðu inn um glugga og tókst að lyfta konunni út um gluggann. Konan er sögð hafa verið frelsinu fegin þar sem hún var á leið í flug.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.