Enski boltinn

Eddi­e Howe hættur með Bourne­mouth

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie eftir að ljóst væri að liðið spilar í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.
Eddie eftir að ljóst væri að liðið spilar í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. vísir/getty

Eddie Howe og Bournemouth hafa komist að samkomulagi um að Howe hætti sem þjálfari enska félagsins.

Bournemouth féll úr ensku úrvalsdeildinni sem kláraðist um síðustu helgi en hinn 42 ára gamli Howe hefur stýrt Bournemouth í meira en 450 leikjum.

Howe stýrði Bournemouth fyrst frá 2008 til 2011 áður en hann stýrði Burnley í eitt ár.

Aftur snéri hann til uppeldisfélagsins þar sem hann hefur verið stjóri liðsins frá árinu 2012 en Howe er eins og áður segir einungis 42 ára gamall.

Bournemouth þarf því að finna nýjan þjálfara fyrir baráttuna í ensku B-deildinni á næstu leiktíð en Howe hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína með Bournemouth.

Hann ætti því ekki vera í miklum vandræðum með að finna sér nýtt þjálfarastarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×