Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 23:00 Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20
Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11