Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sem blossað hefur upp á ný í samfélaginu og hvernig tókst til á fyrsta degi nýrra takmarkana á daglegu lífi fólks í landinu. 

Sóttvarnayfirvöld hafa meðal annars áhyggjur af því að ekki hefur tekist að rekja uppruna smits í öðrum þeirra hópa þar sem fólk hefur smitast af nýjum stofni veirunnar. 

Þá bregðum við okkur til Ísafjarðar þar sem hefur verið brjálað að gera í sumar í móttöku ferðamanna, ekki síst Íslendinga sem hótelstjóri segir gaman að fá því þeir bæði borði og drekki mikið. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.