Skildu svínshöfuð eftir fyrir utan æfingasvæðið í mótmælaskyni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 16:00 Ljóst er að SPAL leikur í ítölsku B-deildinni á næsta tímabili eftir þriggja ára dvöl í ítölsku úrvalsdeildinni. getty/Gabriele Maltinti Stuðningsmenn SPAL voru afar ósáttir með að liðið hafi fallið úr ítölsku úrvalsdeildinni og sýndu óánægju sína í verki með fremur ógeðfelldum hætti. Þeir skildu nefnilega afsagað svínshöfuð eftir fyrir utan æfingasvæði SPAL. Meðfylgjandi var borði með orðunum „Hypjið ykkur, svínin frá Ferrara“. SPAL er í borginni Ferrara á Norður-Ítalíu. Forseti SPAL, Valentina Ferozzi, fordæmdi athæfi stuðningsmannanna. „Fólki er frjálst að mótmæla en það er hægt að fara aðrar leiðir. Ég veit ekki hver gerði þetta en að nota afsagað svínshöfuð er smekklaust og endurspeglar ekki stuðningsmannahóp okkar, sem á betra skilið en þetta,“ sagði hún. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svínshöfuð er notað í mótmælaskyni í fótbolta. Frægt er þegar stuðningsmaður Barcelona kastaði svínshöfði í átt að Luis Figo, leikmanni Real Madrid, þegar hann var að taka hornspyrnu í leik liðanna, El Clásico, á Nývangi í nóvember 2002. Tveimur árum áður hafði Figo gengið í raðir Real Madrid frá Barcelona stuðningsmönnum Börsunga til lítillar ánægju. Ljóst var að SPAL myndi falla eftir 2-1 tap fyrir Birki Bjarnasyni og félögum í Brescia 19. júlí. Tímabilið hefur verið ein samfelld sorgarsaga hjá SPAL og liðið hefur aðeins unnið fimm af 37 leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni. Í lokaumferðinni á sunnudaginn tekur SPAL á móti Fiorentina. Uppgangur SPAL var eftirtektarverður en liðið fór upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og og endaði í 13. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. SPAL vann þá m.a. 2-1 sigur á meisturum Juventus. Nú er ævintýrinu hins vegar lokið, allavega í bili. Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Stuðningsmenn SPAL voru afar ósáttir með að liðið hafi fallið úr ítölsku úrvalsdeildinni og sýndu óánægju sína í verki með fremur ógeðfelldum hætti. Þeir skildu nefnilega afsagað svínshöfuð eftir fyrir utan æfingasvæði SPAL. Meðfylgjandi var borði með orðunum „Hypjið ykkur, svínin frá Ferrara“. SPAL er í borginni Ferrara á Norður-Ítalíu. Forseti SPAL, Valentina Ferozzi, fordæmdi athæfi stuðningsmannanna. „Fólki er frjálst að mótmæla en það er hægt að fara aðrar leiðir. Ég veit ekki hver gerði þetta en að nota afsagað svínshöfuð er smekklaust og endurspeglar ekki stuðningsmannahóp okkar, sem á betra skilið en þetta,“ sagði hún. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svínshöfuð er notað í mótmælaskyni í fótbolta. Frægt er þegar stuðningsmaður Barcelona kastaði svínshöfði í átt að Luis Figo, leikmanni Real Madrid, þegar hann var að taka hornspyrnu í leik liðanna, El Clásico, á Nývangi í nóvember 2002. Tveimur árum áður hafði Figo gengið í raðir Real Madrid frá Barcelona stuðningsmönnum Börsunga til lítillar ánægju. Ljóst var að SPAL myndi falla eftir 2-1 tap fyrir Birki Bjarnasyni og félögum í Brescia 19. júlí. Tímabilið hefur verið ein samfelld sorgarsaga hjá SPAL og liðið hefur aðeins unnið fimm af 37 leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni. Í lokaumferðinni á sunnudaginn tekur SPAL á móti Fiorentina. Uppgangur SPAL var eftirtektarverður en liðið fór upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og og endaði í 13. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. SPAL vann þá m.a. 2-1 sigur á meisturum Juventus. Nú er ævintýrinu hins vegar lokið, allavega í bili.
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira