Aftur tapaði Juventus, Inter tók 2. sætið og Zlatan skoraði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan fagnar markinu sínu í kvöld.
Zlatan fagnar markinu sínu í kvöld. vísir/getty

Fimm leikir í 38. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fóru fram í kvöld en síðari fimm leikirnir í deildarkeppninni þetta tímabilið fara fram á morgun.

Eftir að Juventus varð meistari hefur liðið tapað tveimur leikjum. Í kvöld töpuðu þeir 3-1 fyrir Roma sem endar í 5. sætinu.

Gonzalo Higuain kom Juventus yfir en Nikola Kalinic jafnaði áður en Diego Perotti tryggði Roma sigurinn með tveimur mörkum.

Inter vann 2-0 sigur á Atalanta í baráttunni um 2. sætið. Danilo D'Ambrosio og Ashley Young skoruðu mörk Inter.

Zlatan Ibrahimovic skoraði og klúðraði vítaspyrnu í 3-0 sigri AC Milan á Cagliari. Ragnar Klavan gerði einnig sjálfsmark og Samuel Castillejo gerði þriðja markið.

AC endar í 6. sætinu og leikur í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.