Erlent

Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Gripið hefur verið til hertari aðgerða vegna veirunnar víða í Englandi.
Gripið hefur verið til hertari aðgerða vegna veirunnar víða í Englandi. Justin Setterfield/Getty

Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. Þar hefur fjöldi kórónuveirusmita aukist hratt og segir Matt Hancock heilbrigðisráðherra Breta að þessar hertu reglur séu nauðsynlegar, þar sem fólk á svæðinu hafi augljóslega ekki fylgt fjarlægðartilmælum yfirvalda. Rúmlega fjórar milljónir Breta búa á svæðunum sem um ræðir.

Reglurnar tóku gildi á miðnætti í Bretlandi, nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um þær. Sömu takmarkanir koma til með að gilda í Leicester, en þar hafa samkomutakmarkanir verið þrengri en víða annars staðar í Englandi. Barir, veitingastaðir og sambærilegir þjónustustaðir í borginni mega þó opna næstkomandi mánudag.

Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að lögreglunni verði veitt vald til þess að fylgja reglunum eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.