Enski boltinn

Tvö mörk á 24 sekúndum er Ful­ham tryggði sér sæti á Wembl­ey

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Fulham fagna í kvöld.
Leikmenn Fulham fagna í kvöld. vísir/getty

Fulham er komið í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir samanlagt 3-2 sigur á Cardiff í undanúrslitunum en síðari viðureign liðanna endaði 1-2, Cardiff í vil í kvöld.

Curtis Nelson kom Cardiff yfir á 8. mínútu eftir hornspyrnu en 24 sekúndum eftir að boltinn rúllaði eftir miðjuna hafði Neeskens Kebano jafnaði fyrir Cardiff.

Lee Tomlin kom svo Cardiff yfir á 47. mínútu og þeir þurftu því bara eitt mark til þess að koma leiknum í framlengingu. Ekki tókst það og Fulham áfram, samanlagt 3-2.

Fulham mætir Brentford í úrslitaleiknum næsta þriðjudag en leikið verður á Wembley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.