Enski boltinn

Tvö mörk á 24 sekúndum er Ful­ham tryggði sér sæti á Wembl­ey

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Fulham fagna í kvöld.
Leikmenn Fulham fagna í kvöld. vísir/getty

Fulham er komið í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir samanlagt 3-2 sigur á Cardiff í undanúrslitunum en síðari viðureign liðanna endaði 1-2, Cardiff í vil í kvöld.

Curtis Nelson kom Cardiff yfir á 8. mínútu eftir hornspyrnu en 24 sekúndum eftir að boltinn rúllaði eftir miðjuna hafði Neeskens Kebano jafnaði fyrir Cardiff.

Lee Tomlin kom svo Cardiff yfir á 47. mínútu og þeir þurftu því bara eitt mark til þess að koma leiknum í framlengingu. Ekki tókst það og Fulham áfram, samanlagt 3-2.

Fulham mætir Brentford í úrslitaleiknum næsta þriðjudag en leikið verður á Wembley.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.