Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Í kvöldfréttum okkar förum við vandlega yfir áhrif þeirra aðgerða sem ráðherrar og sóttvarnaryfirvöld kynntu í dag og hvernig þær munu snerta allt samfélagið. 

Aðgerðirnar koma einstaklega illa við tónlistarmenn sem hafa verið tekjulitlir mánuðum saman og hætta þarf við fjölda viðburða og samkoma sem rúmuðust innan fyrri reglna.

Ef almenningur fer ekki eftir reglunum og hertar aðgerðir bera ekki tilætlaðan árangur segja stjórnvöld að til greina komi að grípa til enn harðari ráðstafana.

Nú þegar fólk verður að bera grímur á ýmsum stöðum frá hádegi á morgun eru þær rifnar út jafnt frá heildsölum sem lausasöluaðilum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×