Innlent

Aflýsa öllum ferðum Ferðafélagsins í bili

Kjartan Kjartansson skrifar
Skáli Ferðafélagsins í Hvanngili. Gistipláss í skálum félagsins hefur verið takmarkað vegna nýju sóttvarnareglnanna.
Skáli Ferðafélagsins í Hvanngili. Gistipláss í skálum félagsins hefur verið takmarkað vegna nýju sóttvarnareglnanna. Vísir/Vilhelm

Ferðafélag Íslands hefur aflýst öllum ferðum sínum til 10. ágúst í ljósi þess að tveggja metra fjarlægðarregla verður aftur gerð að skyldu á morgun. Gistiplássum í skálum félagsins verður fækkað og krafa gerð um andlitsgrímur í skálum og á skálasvæðum.

Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna fjölgunar nýrra kórónuveirusmita í dag. Tveggja metra fjarlægðarregla verður aftur skylda og samkomur fleiri en hundrað manna verða bannaðar. Reglurnar taka gilda frá hádegi á morgun, 31. júlí og út 13. ágúst.

Í tilkynningu frá Ferðafélaginu segir að öllum ferðum til 10. ágúst verði aflýst og staðan þá endurmetin. Þátttakendur í ferðum sem er aflýst fá endurgreitt að fullu.

Þá kemur fram að allt gistipláss í skálum félagsins hafi verið takmarkað enn frekar og nú sé gerð krafa um grímur.


Tengdar fréttir

Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá

Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.