Þekkja það frá fyrri bylgju að veikindi versni á annarri viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 15:59 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Skjáskot Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59
Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29
Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35