Innlent

Landspítali á hættustig

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landspítalinn Fossvogi
Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm

Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og segir í tilkynningu frá spítalanum að viðbragðsstjórn og farsóttanefnd muni funda daglega.

Landspítalinn setti sér reglur í gær vegna fjölgunar veirutilfella síðustu daga. Þær eru í átta liðum og lúta meðal annars að skimun starfsmanna og að tryggja að tveggja metra reglunni sé fylgt á biðstofum. Reglurnar átta má nálgast hér en þær tóku gildi á miðnætti.

Í tilkynningu Landspítalans segir að nú sé unnið að útfærslu þeirra tilmæla sem heilbrigðisráðherra kynnti á fréttamannafundinum í morgun. Einn sjúklingur með kórónuveirusmit var lagður inn á Landspítalann í dag og er það sá fyrsti sem leggst inn með Covid 19-smit síðan í maí. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×