Innlent

Landspítali á hættustig

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landspítalinn Fossvogi
Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm

Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og segir í tilkynningu frá spítalanum að viðbragðsstjórn og farsóttanefnd muni funda daglega.

Landspítalinn setti sér reglur í gær vegna fjölgunar veirutilfella síðustu daga. Þær eru í átta liðum og lúta meðal annars að skimun starfsmanna og að tryggja að tveggja metra reglunni sé fylgt á biðstofum. Reglurnar átta má nálgast hér en þær tóku gildi á miðnætti.

Í tilkynningu Landspítalans segir að nú sé unnið að útfærslu þeirra tilmæla sem heilbrigðisráðherra kynnti á fréttamannafundinum í morgun. Einn sjúklingur með kórónuveirusmit var lagður inn á Landspítalann í dag og er það sá fyrsti sem leggst inn með Covid 19-smit síðan í maí. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.