Spænsku risarnir verðmætastir | Sex ensk lið meðal tíu efstu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 13:30 Spánarmeistarar Real Madrid eru verðmætasta knattspyrnufélag í heimi. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez Fyrirtækið Brand Finances hefur gefið út lista yfir verðmætustu knattspyrnufélög í heimi. Spánarmeistarar Real Madrid tróna þar á toppnum en liðið er metið á 1.286 milljarða evra. Aðeins munar sex milljónum evra [tæplega milljarður króna] á efstu tveimur liðunum. Lionel Messi og félagar í Barcelona eru í öðru sæti listans en Katalóníu-félagið er metið á 1.280 milljarða evra. Manchester United er svo í þriðja sæti en í efstu tíu sætunum eru sex lið frá Englandi, tvö frá Spáni, eitt frá Þýskalandi og eitt frá Frakklandi. Tíu verðmætustu knattspyrnufélög landsins1. Real Madrid – 1.286 milljarðar evra 2. Barcelona – 1.280 milljarðar evra 3. Manchester United – 1.190 milljarðar evra 4. Liverpool – 1.143 milljarðar evra 5. Manchester City – 1.018 milljarðar evra 6. Bayern Munich – 957 milljarðar evra 7. Paris Saint-Germain – 876 milljarðar evra 8. Chelsea – 859 milljarðar evra 9. Tottenham Hotspur – 710 miljarðar evra 10. Arsenal – 651 milljarður evra Athygli vekur að nífaldir Ítalíumeistarar Juventus eru meðal efstu tíu liðanna. Þeir eru í 11. sæti og þar á eftir kemur Borussia Dortmund. Alls eru svo 19 ensk lið meðal 50 verðmætustu knattspyrnuliða heims. FC Köln, RB Leipzig [bæði í Þýskalandi] og Leicester City [England] eru þau lið sem hækka hvað mest í virði milli ára. Öll hækkuðu um 40 prósent eða meira. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á virði félaganna. Hefur virði Man United til að mynda fallið um ellefu prósentustig og Real um fjórtán. Áhrif kórónufaraldursins á knattspyrnufélög á sér engin fordæmi. Sjónvarpstekjur hafa minnkað og þá verða stærstu lið Evrópu – og heimsins – af fleiri milljónum [evra] þar sem þau leika fyrir luktum dyrum. Heildarvirði liðanna sem sitja í efstu 50 sætum listans hefur fallið í ár, er þetta í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Fyrirtækið Brand Finances hefur gefið út lista yfir verðmætustu knattspyrnufélög í heimi. Spánarmeistarar Real Madrid tróna þar á toppnum en liðið er metið á 1.286 milljarða evra. Aðeins munar sex milljónum evra [tæplega milljarður króna] á efstu tveimur liðunum. Lionel Messi og félagar í Barcelona eru í öðru sæti listans en Katalóníu-félagið er metið á 1.280 milljarða evra. Manchester United er svo í þriðja sæti en í efstu tíu sætunum eru sex lið frá Englandi, tvö frá Spáni, eitt frá Þýskalandi og eitt frá Frakklandi. Tíu verðmætustu knattspyrnufélög landsins1. Real Madrid – 1.286 milljarðar evra 2. Barcelona – 1.280 milljarðar evra 3. Manchester United – 1.190 milljarðar evra 4. Liverpool – 1.143 milljarðar evra 5. Manchester City – 1.018 milljarðar evra 6. Bayern Munich – 957 milljarðar evra 7. Paris Saint-Germain – 876 milljarðar evra 8. Chelsea – 859 milljarðar evra 9. Tottenham Hotspur – 710 miljarðar evra 10. Arsenal – 651 milljarður evra Athygli vekur að nífaldir Ítalíumeistarar Juventus eru meðal efstu tíu liðanna. Þeir eru í 11. sæti og þar á eftir kemur Borussia Dortmund. Alls eru svo 19 ensk lið meðal 50 verðmætustu knattspyrnuliða heims. FC Köln, RB Leipzig [bæði í Þýskalandi] og Leicester City [England] eru þau lið sem hækka hvað mest í virði milli ára. Öll hækkuðu um 40 prósent eða meira. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á virði félaganna. Hefur virði Man United til að mynda fallið um ellefu prósentustig og Real um fjórtán. Áhrif kórónufaraldursins á knattspyrnufélög á sér engin fordæmi. Sjónvarpstekjur hafa minnkað og þá verða stærstu lið Evrópu – og heimsins – af fleiri milljónum [evra] þar sem þau leika fyrir luktum dyrum. Heildarvirði liðanna sem sitja í efstu 50 sætum listans hefur fallið í ár, er þetta í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist.
Tíu verðmætustu knattspyrnufélög landsins1. Real Madrid – 1.286 milljarðar evra 2. Barcelona – 1.280 milljarðar evra 3. Manchester United – 1.190 milljarðar evra 4. Liverpool – 1.143 milljarðar evra 5. Manchester City – 1.018 milljarðar evra 6. Bayern Munich – 957 milljarðar evra 7. Paris Saint-Germain – 876 milljarðar evra 8. Chelsea – 859 milljarðar evra 9. Tottenham Hotspur – 710 miljarðar evra 10. Arsenal – 651 milljarður evra
Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira