Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 23:55 Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi segir óeðlilegt að færa Ólaf Helga til Vestmannaeyja ef niðurstaðan er sú að hann er óhæfur til að gegna embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Vísir „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum,“ segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í færslu á Facebook. Þar deilir hún frétt þar sem greint er frá því að dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann verði fluttur til Vestmannaeyja. Að sögn Hildar væri slíkur flutningur óásættanlegur og gjaldfelling á embættinu í Vestmannaeyjum. Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir greindi frá því í síðustu viku að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn honum og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga en ekki hafi verið tekið á þeim málum heldur hafi hann hótað starfsmönnunum brottrekstri. Hópur yfirmanna hafi jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Hildur segir eðlilegast ef staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum yrði auglýst. Þá gæti Ólafur Helgi sótt um eins og hver annar, en það væri óeðlilegt að færa hann þangað og þá sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Suðurnesjum. „Að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt,“ skrifar Hildur. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, tjáir sig einnig um málið á Twitter síðu sinni. Þar hvetur hann Víði Reynisson yfirlögregluþjón til þess að sækja um og beinir því næst orðum sínum að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og segir Vestmannaeyjar ekki „ruslakistu fyrir óhæfa embættismenn“. Ég skora á Eyjamanninn @VidirReynisson að sækja um embættið og flytja heim! Ég kem með rétt á eftir þér heim Víðir!@aslaugarna póstnúmerið 900 er ekki ruslakista fyrir óhæfa embættismenn!! Eyjamenn eru Bítlafólk ekki Stones!!https://t.co/13vQApaTJq— Kjartan Vído (@VidoKjartan) July 28, 2020 Samfélagsmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
„Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum,“ segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í færslu á Facebook. Þar deilir hún frétt þar sem greint er frá því að dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann verði fluttur til Vestmannaeyja. Að sögn Hildar væri slíkur flutningur óásættanlegur og gjaldfelling á embættinu í Vestmannaeyjum. Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir greindi frá því í síðustu viku að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn honum og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga en ekki hafi verið tekið á þeim málum heldur hafi hann hótað starfsmönnunum brottrekstri. Hópur yfirmanna hafi jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Hildur segir eðlilegast ef staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum yrði auglýst. Þá gæti Ólafur Helgi sótt um eins og hver annar, en það væri óeðlilegt að færa hann þangað og þá sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Suðurnesjum. „Að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt,“ skrifar Hildur. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, tjáir sig einnig um málið á Twitter síðu sinni. Þar hvetur hann Víði Reynisson yfirlögregluþjón til þess að sækja um og beinir því næst orðum sínum að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og segir Vestmannaeyjar ekki „ruslakistu fyrir óhæfa embættismenn“. Ég skora á Eyjamanninn @VidirReynisson að sækja um embættið og flytja heim! Ég kem með rétt á eftir þér heim Víðir!@aslaugarna póstnúmerið 900 er ekki ruslakista fyrir óhæfa embættismenn!! Eyjamenn eru Bítlafólk ekki Stones!!https://t.co/13vQApaTJq— Kjartan Vído (@VidoKjartan) July 28, 2020
Samfélagsmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07
Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57
Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26