Enski boltinn

Töl­fræði sem segir Alis­son mikil­vægasta leik­mann Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Alisson í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. vísir/getty

Liverpool er enskur meistari eftir þrjátíu ára bið og margir hafa talað um fremstu menn liðsins en nú er komin í ljós tölfræði sem sýnir að Alisson er mikilvægasti leikmaðurinn.

Tölfræðiveitan Cloudbet sýnir að Alisson er mikilvægasti leikmaðurinn í allri úrvalsdeildinni en veðmálafyrirtækið hefur reiknað verðmæti hvers leikmanns.

Mikilvægið er reiknað út hvernig stuðlarnir á liðið breytast eftir því hverjir byrja inn á og spila fyrir liðið en stuðlarnir breyttust um 15% er Alisson byrjaði í markinu.

Hann meiddist á tímabilinu og Adrian kom inn í markið en sá spænski gerði sig seka um mistök gegn Chelsea í FA-bikarnum og Atletico Madrid í Meistaradeildinni sem kostaði Liverpool verulega.

Brasilíumaðurinn Alisson hélt hreinu í þrettán af 29 leikjum sem hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni en næst mikilvægasti leikmaðurinn var Allan Saint Maximin hjá Newcastle.

Jack Grealish var í 3. sætinu en hann er fyrirliði Aston Villa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.