Liverpool er enskur meistari eftir þrjátíu ára bið og margir hafa talað um fremstu menn liðsins en nú er komin í ljós tölfræði sem sýnir að Alisson er mikilvægasti leikmaðurinn.
Tölfræðiveitan Cloudbet sýnir að Alisson er mikilvægasti leikmaðurinn í allri úrvalsdeildinni en veðmálafyrirtækið hefur reiknað verðmæti hvers leikmanns.
Mikilvægið er reiknað út hvernig stuðlarnir á liðið breytast eftir því hverjir byrja inn á og spila fyrir liðið en stuðlarnir breyttust um 15% er Alisson byrjaði í markinu.
Hann meiddist á tímabilinu og Adrian kom inn í markið en sá spænski gerði sig seka um mistök gegn Chelsea í FA-bikarnum og Atletico Madrid í Meistaradeildinni sem kostaði Liverpool verulega.
Brasilíumaðurinn Alisson hélt hreinu í þrettán af 29 leikjum sem hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni en næst mikilvægasti leikmaðurinn var Allan Saint Maximin hjá Newcastle.
Jack Grealish var í 3. sætinu en hann er fyrirliði Aston Villa.
Alisson Becker has been rated as the Premier League s most valuable player, having had the biggest impact on his side s odds over the past season, according to analysts from online crypto sportsbook Cloudbet.pic.twitter.com/W6piB9ANX3
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) July 28, 2020