Enski boltinn

Töl­fræði sem segir Alis­son mikil­vægasta leik­mann Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Alisson í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. vísir/getty

Liverpool er enskur meistari eftir þrjátíu ára bið og margir hafa talað um fremstu menn liðsins en nú er komin í ljós tölfræði sem sýnir að Alisson er mikilvægasti leikmaðurinn.

Tölfræðiveitan Cloudbet sýnir að Alisson er mikilvægasti leikmaðurinn í allri úrvalsdeildinni en veðmálafyrirtækið hefur reiknað verðmæti hvers leikmanns.

Mikilvægið er reiknað út hvernig stuðlarnir á liðið breytast eftir því hverjir byrja inn á og spila fyrir liðið en stuðlarnir breyttust um 15% er Alisson byrjaði í markinu.

Hann meiddist á tímabilinu og Adrian kom inn í markið en sá spænski gerði sig seka um mistök gegn Chelsea í FA-bikarnum og Atletico Madrid í Meistaradeildinni sem kostaði Liverpool verulega.

Brasilíumaðurinn Alisson hélt hreinu í þrettán af 29 leikjum sem hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni en næst mikilvægasti leikmaðurinn var Allan Saint Maximin hjá Newcastle.

Jack Grealish var í 3. sætinu en hann er fyrirliði Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×