Innlent

Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð

Andri Eysteinsson skrifar
Þjóðhátíð hefur verið aflýst en lögregla verður þó með viðbúnað um verslunarmannahelgi.
Þjóðhátíð hefur verið aflýst en lögregla verður þó með viðbúnað um verslunarmannahelgi. Vísir/Vilhelm

Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fundaði í dag í Eyjum með Arndísi Báru Ingimarsdóttur settum lögreglustjóra í Vestmannaeyjum vegna verslunarmannahelgarinnar.

Fjölmennasti viðburður verslunarmannahelga síðustu ára og áratuga hefur verið Þjóðhátíð í Eyjum en henni var aflýst fyrr í mánuðinum vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Fólk verður hvatt til þess að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum og til þess að sækja rakningarappið í síma sína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×