Enski boltinn

Eitt af þremur mun bjarga lífi sínu

Sindri Sverrisson skrifar
Trezeguet kyssir jörðina eftir afar dýrmætt mark gegn Arsenal. Þökk sé honum getur Aston Villa mögulega haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni.
Trezeguet kyssir jörðina eftir afar dýrmætt mark gegn Arsenal. Þökk sé honum getur Aston Villa mögulega haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni. VÍSIR/GETTY

Það er útlit fyrir hádramatíska fallbaráttu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag en ljóst er að aðeins eitt eftirtalinn liða mun halda sæti sínu í deildinni; Aston Villa, Watford eða Bournemouth.

Villa er fyrir ofan fallstrikið þar sem liðið er með einu marki betri markatölu en Watford. Bournemouth er svo þremur stigum á eftir, í 19. sæti, en dugar sigur á Everton í dag ef hin tvö liðin tapa. Villa sækir West Ham heim í dag en Watford mætir Arsenal á útivelli.

Segja má að Villa hafi tveggja marka forskot á Watford, þar sem að Villa-menn hafa skorað fleiri mörk á leiktíðinni. Villa virtist á leið niður í 1. deild en hefur náð í sjö stig úr síðustu þremur leikjum, þar sem Egyptinn Trézéguet hefur séð um að skora mörkin í sigurleikjum gegn Arsenal og Crystal Palace.

Lið Norwich er löngu fallið en það er með 19 stig á botni deildarinnar.

Umspilið í B-deildinni hefst

Leeds United og West Bromwich Albion náðu tveimur efstu sætunum í ensku B-deildinni og leika því í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Umspilið um þriðja sætið í deildinni hefst í dag þegar Swansea tekur á móti Brentford, en Swansea náði með ævintýralegum hætti að koma sér í umspilið á kostnað Nottingham Forest á meðan að Brentford missti 2. sæti í hendur West Brom með tapi í lokaumferðinni.

Seinni leikur Brentford og Swansea verður svo á miðvikudag. Í hinu umspilseinvíginu mætast Cardiff og Fulham, á morgun og á fimmtudag. Umspilið er sýnt á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×