Innlent

„Óþolandi umferðarteppur við Ölfusárbrú,“ segir forseti bæjarstjórnar Árborgar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt.
Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar segir umferðarteppu, sem myndast við Ölfusárbrú á Selfossi daglega algjörlega óþolandi. Hann vonast til að útboð vegna nýrrar brúar yfir Ölfusá fari fram í haust.

Nú þegar Íslendingar eru að ferðast um landið sitt og mikil umferð er á þjóðvegum landsins skapast daglega umferðarteppa við Ölfusárbrú þegar ökumenn eru á leiðinni á Selfoss eða í gegnum bæjarfélagið. Langar raðir myndast við brúnna og getur tekið á þolinmæði ökumanna að bíða í röð.

„Já, það er algjörlega óþolandi, þetta er ein umferðarteppa hérna og ekki bara á föstudögum því þetta er bara orðið á virkum dögum líka. Það eru langar biðraðir, stundum alveg upp á Hellisheiði fyrir þá sem vilja komast hér hjá á leið sinni austur á land og þeir sem eru að koma í vesturátt, þannig að það gefur auga leið að við þurfum að fá nýja brú og eigi síðar en í gær helst,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Helgi segir að bæjaryfirvöld í Árborg hafi nýlega átt fund með forstjóra Vegagerðarinnar og hönnuði Vegagerðarinnar og sá fundur hafi verið mjög jákvæður.

„Ef maður hefur einhvern tímann verið bjartsýnn á að það sé verið að vinna í þessum málum þá held ég að ég geti sagt það núna því að það er virkilega verið að vinna í þessu og við eigum að geta séð að ný brú verði boðið út í haust.“

En á Helgi einhver ráð til þeirra ökumanna, sem eru í biðröðinni við Ölfusárbrú alla daga yfir sumartímann?

„Já, að er hægt að fara þrengslin og í gegnum Eyrarbakka, það flýtir fyrir en þeir sem eru að fara austur á bóginn, það er ekki hægt að benda þeim á að fara Lyngdalsheiðina en þeir sem eru að fara í uppsveitirnar ættu að nota Mosfellsheiði, Þingvelli og Lyngdalsheiði“.

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi.

Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×