Solskjær: Ekki leikurinn sem skilgreinir tímabilið okkar Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 11:00 Það verða eflaust einhverjar neglur nagaðar á leik Leicester og Manchester United í dag, sem og á leik Wolves og Chelsea. VÍSIR/GETTY Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins við Leicester í dag í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef United tapar leiknum, og Chelsea tapar ekki gegn Wolves, enda Solskjær og hans menn í 5. sæti og missa þar með af Meistaradeildarsæti. Þá ættu þeir þó enn von um að komast í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina í næsta mánuði. „Við erum ekki komnir á endastöð. Ef að við náum í stig gegn Leicester held ég að fólk muni segja að við höfum nú ekki átt slæmt tímabil,“ sagði Solskjær. „En hvað sem gerist þá er þetta ekki endirinn á okkar ferðalagi því við eigum enn talsvert í land með að ná liðunum tveimur fyrir ofan okkur,“ sagði Solskjær. THE BATTLE FOR EUROPE:3rd: Man United - 63 pts4th: Chelsea - 63 pts5th: Leicester - 62 pts6th: Wolves - 59 ptsThis weekend:Chelsea vs. WolvesLeicester vs. Man United pic.twitter.com/ktCBmsgfI6— ESPN FC (@ESPNFC) July 25, 2020 Ljóst er að taugar manna verða þandar kl. 15 í dag en Solskjær reyndi að láta eins og að um hvern annan leik væri að ræða. „Ef að maður vill tilheyra Manchester United þá verður maður að venjast því að vera undir pressu í síðasta leik tímabilsins. Þetta er ekkert nýtt, og á þessu byggir félagið. Við höfum búið okkur til frábært tækifæri til að enda tímabilið vel og nú er það okkar að nýta það,“ sagði Solskjær. „Þetta er ekki mikilvægasti leikur tímabilsins, þetta er bara næsti leikur. Þú getur spurt hvern sem er í fótboltanum, næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Úrslitin skilgreina ekki tímabilið okkar, við höfum þegar átt margar stundir sem að skilgreina þetta tímabil.“ „Koma Bruno Fernandes breytti miklu fyrir okkur og ég tel að heilt yfir séum við í betra formi og mun sterkari andlega en á síðasta tímabili,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins við Leicester í dag í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef United tapar leiknum, og Chelsea tapar ekki gegn Wolves, enda Solskjær og hans menn í 5. sæti og missa þar með af Meistaradeildarsæti. Þá ættu þeir þó enn von um að komast í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina í næsta mánuði. „Við erum ekki komnir á endastöð. Ef að við náum í stig gegn Leicester held ég að fólk muni segja að við höfum nú ekki átt slæmt tímabil,“ sagði Solskjær. „En hvað sem gerist þá er þetta ekki endirinn á okkar ferðalagi því við eigum enn talsvert í land með að ná liðunum tveimur fyrir ofan okkur,“ sagði Solskjær. THE BATTLE FOR EUROPE:3rd: Man United - 63 pts4th: Chelsea - 63 pts5th: Leicester - 62 pts6th: Wolves - 59 ptsThis weekend:Chelsea vs. WolvesLeicester vs. Man United pic.twitter.com/ktCBmsgfI6— ESPN FC (@ESPNFC) July 25, 2020 Ljóst er að taugar manna verða þandar kl. 15 í dag en Solskjær reyndi að láta eins og að um hvern annan leik væri að ræða. „Ef að maður vill tilheyra Manchester United þá verður maður að venjast því að vera undir pressu í síðasta leik tímabilsins. Þetta er ekkert nýtt, og á þessu byggir félagið. Við höfum búið okkur til frábært tækifæri til að enda tímabilið vel og nú er það okkar að nýta það,“ sagði Solskjær. „Þetta er ekki mikilvægasti leikur tímabilsins, þetta er bara næsti leikur. Þú getur spurt hvern sem er í fótboltanum, næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Úrslitin skilgreina ekki tímabilið okkar, við höfum þegar átt margar stundir sem að skilgreina þetta tímabil.“ „Koma Bruno Fernandes breytti miklu fyrir okkur og ég tel að heilt yfir séum við í betra formi og mun sterkari andlega en á síðasta tímabili,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira