Íslenski boltinn

Kjartan Stefánsson „Við höfum einhvern veginn ekki verið að finna taktinn í síðustu tveim leikjum“

Rúnar Þór Brynjarsson skrifar
Kjartan Stefánsson var vægast sagt ósáttur við úrslit kvöldsins.
Kjartan Stefánsson var vægast sagt ósáttur við úrslit kvöldsins. Vísir/Bára

Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var ekki sáttur með leik sinna kvenna í 2-2 jafntefli liðsins gegn Þór/KA á Akureyri fyrr í kvöld.

„Gríðarlega svekktur að hafa fengið mörk í andlitið eftir að hafa komist yfir. Tvö jöfnunarmörk og bara fúll með það. Mér fannst þessi leikur í 60.mínútur ekkert sérstakur þetta var bara svona út um allt.

En við stóðum nú ansi margar sóknir vel af okkur varnalega. Við vorum í brasi með sóknarleikinn það var ekki fyrr en á 50. Mínútu til 60.mínútu sem þetta varð svona ágætilega spilað.“

Fylkir var í brasi í fyrri hálfleik og voru í raun heppnar að vera ekki undir í hálfleik.

„Við höfum nú stundum verið að brasa á grasi. Ég veit alltaf af því að það er alltaf smá bras hjá okkur en það er engin afsökun fyrir því. Við höfum einhvern veginn ekki verið að finna taktinn í síðustu tveim leikjum.“

Fylkir komust yfir tvisvar sinnum yfir í leiknum en náðu ekki að halda forystunni lengi.

„ Við töluðum um það sérstaklega fyrir leikinn að ætla þétta okkur ef við myndum komast yfir og gefa ekki færi á okkur í einhvern tíma og reyna halda haus en við náðum því ekki í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.