Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Kristján Már Unnarsson skrifa 24. júlí 2020 19:48 Frá Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum. Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum.
Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira