Fótbolti

Glódís Perla á toppinn eftir stórsigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla er mætt á toppinn í Svíþjóð.
Glódís Perla er mætt á toppinn í Svíþjóð. Vísir/Sydsvenskan

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård komust á topp sænsku úrvalsdeildarinnar - um stundarsakir allavega - með öruggum 6-0 sigri á Örebro í dag.

Leikurinn var aldrei spennandi Rosengård var komið 3-0 yfir eftir aðeins nítján mínútna leik. Staðan í hálfleik var orðin 4-0 og lauk leiknum eins og áður sagði með 6-0 sigri Rosengård. 

Glódís Perla var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá heimakonum sem léku að því virðist með þriggja manna vörn að þessu sinni. Glódís Perla og samherjar hennar eru þar með komnar á topp deildarinnar með 15 stig þegar þær hafa leikið sex leiki.

Göteborg á hins vegar leik til góða og gæti þar með hrifsað toppsætið af þeim þegar fram líða stundir. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.