Margir lífeyrissjóðir hafa ekki enn farið að tilmælum FME Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 19:00 Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Fyrir ári sendi FME tilmæli til lífeyrissjóða eftir að fulltrúaráð VR tilkynnti að það hefði ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna eftir að vextir voru hækkaðir á útlánum sjóðsins. Í tilmælunum var farið á að sjóðirnir skýrðu í samþykktum hvort og við hvaða aðstæður umboð stjórnarmanna yrði afturkallað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir brýnt að lífeyrissjóðirnir fari að tilmælunum . Verði það ekki gert muni Seðlabankinn beita sér fyrir lagasetningu þess efnis. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi til að mynda enn ekki brugðist við. „Það er mjög óheppilegt að hægt sé að vikja fólki fyrirvaralaust úr stjórnum lífeyrissjóða eins og sagan sýnir og það voru tilmælin sem bárust frá Fjármálaeftirlitinu fyrir ári síðan og hefur ekki verið lagað í Lífeyrissjóði verslunarmanna,“ segir Ásgeir. Aðeins einn hefur orðið við tilmælum FME Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum lífeyrissjóða um hvort farið hafi verið að tilmælum FME. Ekki bárust svör frá öllum lífeyrissjóðum en þeir lífeyrissjóðir sem svöruðu og hafa ekki ennþá farið að tilmælum FME eru: Birta, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður Verslunarmanna. Lífsverk hefur farið að tilmælunum FME. Setur stjórn lífeyrissjóðsins í vonda stöðu Fyrir viku beindi stjórn VR því til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð í Icelandair. Formaður VR dró yfirlýsinguna til baka á þriðjudag. Og stjórnin gerði það svo í dag. SA fór í vikunni fram á að Seðlabankinn gripi til aðgerða vegna málsins. Ágeir Jónsson seðlabankastjóri segir málið setja stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Stjórn VR sendi tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins sem stjórn lífeyrissjóðsins má ekki fara eftir samkvæmt lögum. Það lítur ekki út fyrir að stjórn lífeyrissjóðsins hefði brugðist við þessum tilmælum en ef hún myndi gera það þá væri það eitthvað sem við þyrftum að skoða. Ef stjórn lífeyrissjóðsins tekur ekki þátt í útboðinu þá gætu vaknað grunsemdir að hún sé að fara að fyrri tilmælunum og það er mjög óheppilegt fyrir sjóðinn,“ segir Ásgeir. Kjaramál Efnahagsmál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Viðskipti Tengdar fréttir Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Fyrir ári sendi FME tilmæli til lífeyrissjóða eftir að fulltrúaráð VR tilkynnti að það hefði ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna eftir að vextir voru hækkaðir á útlánum sjóðsins. Í tilmælunum var farið á að sjóðirnir skýrðu í samþykktum hvort og við hvaða aðstæður umboð stjórnarmanna yrði afturkallað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir brýnt að lífeyrissjóðirnir fari að tilmælunum . Verði það ekki gert muni Seðlabankinn beita sér fyrir lagasetningu þess efnis. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi til að mynda enn ekki brugðist við. „Það er mjög óheppilegt að hægt sé að vikja fólki fyrirvaralaust úr stjórnum lífeyrissjóða eins og sagan sýnir og það voru tilmælin sem bárust frá Fjármálaeftirlitinu fyrir ári síðan og hefur ekki verið lagað í Lífeyrissjóði verslunarmanna,“ segir Ásgeir. Aðeins einn hefur orðið við tilmælum FME Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum lífeyrissjóða um hvort farið hafi verið að tilmælum FME. Ekki bárust svör frá öllum lífeyrissjóðum en þeir lífeyrissjóðir sem svöruðu og hafa ekki ennþá farið að tilmælum FME eru: Birta, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður Verslunarmanna. Lífsverk hefur farið að tilmælunum FME. Setur stjórn lífeyrissjóðsins í vonda stöðu Fyrir viku beindi stjórn VR því til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð í Icelandair. Formaður VR dró yfirlýsinguna til baka á þriðjudag. Og stjórnin gerði það svo í dag. SA fór í vikunni fram á að Seðlabankinn gripi til aðgerða vegna málsins. Ágeir Jónsson seðlabankastjóri segir málið setja stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Stjórn VR sendi tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins sem stjórn lífeyrissjóðsins má ekki fara eftir samkvæmt lögum. Það lítur ekki út fyrir að stjórn lífeyrissjóðsins hefði brugðist við þessum tilmælum en ef hún myndi gera það þá væri það eitthvað sem við þyrftum að skoða. Ef stjórn lífeyrissjóðsins tekur ekki þátt í útboðinu þá gætu vaknað grunsemdir að hún sé að fara að fyrri tilmælunum og það er mjög óheppilegt fyrir sjóðinn,“ segir Ásgeir.
Kjaramál Efnahagsmál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Viðskipti Tengdar fréttir Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01
Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15
Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04