Fótbolti

Arnór og Hörður voru einkennalausir

Sindri Sverrisson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA Moskvu.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA Moskvu. VÍSIR/GETTY

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmenn í fótbolta, eru nú í einangrun eftir að próf gaf til kynna að þeir gætu verið smitaðir af kórónuveirunni.

Arnór og Hörður eru leikmenn CSKA Moskvu og misstu af síðasta leik liðsins á leiktíðinni í Rússlandi á miðvikudag, eftir að grunur vaknaði um smit við reglubundnar prófanir.

Viktor Goncharenko, þjálfari CSKA, sagði við Sport24 í Rússlandi að tvíeykið hefði ekki fundið fyrir neinum einkennum þess að þeir væru með veiruna. Samkvæmt upplýsingum Vísis tóku Íslendingarnir fullan þátt í lokaæfingu fyrir leikinn, á þriðjudag.

Ekki liggur ljóst fyrir hve lengi Arnór og Hörður þurfa að vera í einangrun en útlit er fyrir að hið stutta sumarfrí sem þeir áttu fyrir höndum fari fyrir lítið. Áætlað er að ný leiktíð í rússnesku úrvalsdeildinni hefjist um miðjan ágúst.

Arnór Sigurðsson á ferðinni í leik með CSKA.VÍSIR/GETTY

Tengdar fréttir

Grunur um að Arnór og Hörður hafi smitast

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon verða ekki með CSKA Moskvu í lokaumferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag vegna gruns um að þeir hafi smitast af kórónuveirunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.