Fótbolti

Balot­elli gæti farið í C-deildina til eig­anda sem á rosa­lega peninga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dvöl Mario Balotelli hjá Bresica hefur ekki verið merkileg.
Dvöl Mario Balotelli hjá Bresica hefur ekki verið merkileg. vísir/getty

Stjórnarformaður Como, liðs sem leikur í C-deildinni, hefur greint frá því að félagið hafi rætt við Mario Balotelli um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Como endaði í 13. A-riðils C-deildarinnar á síðustu leiktíð en félagið er í eigu Roberti Budi Hartono, kínverskur Indónesíumaður, en hann er metinn á átján milljarða punda.

Hartono vill koma Como aftur í efstu raðir fótboltans og núna hefur hann sett stefnuna á að fá hinn skrautlega Balotelli til að koma þeim upp um deildir.

Balotelli mun yfirgefa Birki Bjarnason og félaga í Brescia í sumar og nú gæti hann endað á því að spila tveimur deildum neðar.

„Það hafa verið viðræður. Umbjóðendur hans settust niður með okkur og hlustuðu á okkar hugmyndir en ég get ekki sagt meira en það,“ sagði Michael Gandler, stjórnarformaður Como, í samtali við Provincia di Como.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.