Morgunbænir í Ægisif í fyrsta skipti í 86 ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 07:56 Trúræknir íbúar Istanbúl bíða eftirvæntingarfullir eftir að dyr Ægisifjar verði opnaðar í dag. Getty/Arif Hudaverdi Yaman Múslimar í Istanbúl halda til morgunbæna í Ægisif í dag, föstudag, í fyrsta skipti frá því að henni var breytt aftur í mosku úr safni. Ali Yerlikaya, ríkisstjóri Istanbúl, sagði í sjónvörpuðu ávarpi í gær að heilbrigðisstarfsfólk yrði á staðnum vegna faraldursins sem gengur nú yfir. Þá hvatti hann fólk til að vera með grímur í bænastundinni, koma með eigin bænateppi og sýna tillitssemi. Þá var tilkynnt að um þúsund gætu verið í Ægisif á hverjum tíma við bænir. Þá hafa ýmsar breytingar verið gerðar á byggingunni. Bænateppi hefur verið lagt á gólf og kristnir helgimunir hafa verið huldir. Þá hafa ýmsar helgimyndir í kirkjunni, þar á meðal mósaík-mynd af Maríu Mey og Jesúbarninu, verið lýstar upp svo þær sjáist ekki. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti verður viðstaddur fyrstu bænastundarinnar í dag en hann var mikill talsmaður þess að breyta Ægisif aftur í mosku. Ægisif, eða Sófíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluðu borgina, féll í hendur Ottómana árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem hefur laðað að sér milljónir ferðamanna árlega. Stjórnlagadómstóll Tyrklands skar úr um það þann 10. Júlí að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn enda væri það brot á lögum landsins, og Erdogan skrifaði undir tilskipun þess efnis að Ægisif skyldi aftur breytt í mosku sama dag. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar óskuðu eftir því að byggingunni yrði breytt í mosku á nýjan leik og studdi Erdogan tillöguna. Tillagan var gagnrýnd víða, bæði af erlendum embættismönnum og af trúarleiðtogum. Nú er stjórn moskunnar í höndum tyrkneskra trúaryfirvalda. Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23 Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Múslimar í Istanbúl halda til morgunbæna í Ægisif í dag, föstudag, í fyrsta skipti frá því að henni var breytt aftur í mosku úr safni. Ali Yerlikaya, ríkisstjóri Istanbúl, sagði í sjónvörpuðu ávarpi í gær að heilbrigðisstarfsfólk yrði á staðnum vegna faraldursins sem gengur nú yfir. Þá hvatti hann fólk til að vera með grímur í bænastundinni, koma með eigin bænateppi og sýna tillitssemi. Þá var tilkynnt að um þúsund gætu verið í Ægisif á hverjum tíma við bænir. Þá hafa ýmsar breytingar verið gerðar á byggingunni. Bænateppi hefur verið lagt á gólf og kristnir helgimunir hafa verið huldir. Þá hafa ýmsar helgimyndir í kirkjunni, þar á meðal mósaík-mynd af Maríu Mey og Jesúbarninu, verið lýstar upp svo þær sjáist ekki. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti verður viðstaddur fyrstu bænastundarinnar í dag en hann var mikill talsmaður þess að breyta Ægisif aftur í mosku. Ægisif, eða Sófíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluðu borgina, féll í hendur Ottómana árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem hefur laðað að sér milljónir ferðamanna árlega. Stjórnlagadómstóll Tyrklands skar úr um það þann 10. Júlí að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn enda væri það brot á lögum landsins, og Erdogan skrifaði undir tilskipun þess efnis að Ægisif skyldi aftur breytt í mosku sama dag. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar óskuðu eftir því að byggingunni yrði breytt í mosku á nýjan leik og studdi Erdogan tillöguna. Tillagan var gagnrýnd víða, bæði af erlendum embættismönnum og af trúarleiðtogum. Nú er stjórn moskunnar í höndum tyrkneskra trúaryfirvalda.
Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23 Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23
Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30
Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“