Þjálfari Andra með hótanir: „Óvíst að hann héldi fingrinum“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2020 17:00 Sinisa Mihajlovic reifst við Gian Piero Gasperini á hliðarlínunni í gær. VÍSIR/GETTY Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic. Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira
Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic.
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira
Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00
Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00