Innlent

Björgunar­sveitir leituðu að Í­lónu í nótt

Sylvía Hall skrifar
Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitarinnar.
Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitarinnar. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur í nótt. Drónar eru notaðir við leitina og fer björgunarfólk um svæðið gangandi og á bílum, en Ílóna er talin hafa verið á leið frá Akureyri til Húsavíkur á þriðjudagskvöld.

Þetta kemur fram í frétt RÚV um leitina þar sem rætt er við Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóra á Akureyri. Hann segir leitina hafa hafist á miðnætti og hún hafi staðið yfir í nótt, en hlé var gert á sjötta tímanum í morgun til þess að fara yfir stöðu mála og gefa leitarfólki hvíld.

Leit mun hefjast aftur nú í morgunsárið en lögregla biðlar til fólks sem ferðaðist á milli Akureyrar og Húsavíkur að íhuga hvort það muni eftir því að hafa séð Ílónu milli 19:20 og 21:00 á þriðjudagskvöld. Hún er búsett á Akureyri en vísbendingar eru um að hún hafi verið á leið til Húsavíkur þetta kvöld.

Líkt og áður sagði fer leit fram úr lofti og á landi en björgunarsveitirnar sem taka þátt í leitinni eru meðal annars frá Siglufirði og Húsavík. Lögreglan á Norðurlandri eystra lýsti eftir Ílónu skömmu eftir miðnætti.

Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ílónu eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×