Innlent

Lýst eftir Ílónu Steinunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Málið var á borði lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Málið var á borði lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. Ílóna er um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra.

Ílóna er líklega klædd í dökkan fatnað, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ílónu eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Uppfært 22.7.2020, 13:29: 

Konan er fundin heil á húfi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×