Björgunarpakkinn klassískt dæmi um hlutverk Evrópusambandsins Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 12:15 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands fagnar samkomulaginu með Charles Michel forseta leiðtogaráðsins. Angela Merkel kanslari Þýskalands er í forgrunni. AP/Stephanie Lecocq Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira