Björgunarpakkinn klassískt dæmi um hlutverk Evrópusambandsins Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 12:15 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands fagnar samkomulaginu með Charles Michel forseta leiðtogaráðsins. Angela Merkel kanslari Þýskalands er í forgrunni. AP/Stephanie Lecocq Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira