Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 12:00 Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“ Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“
Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07
Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24