Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 12:00 Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“ Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“
Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07
Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24