Tveggja daga verkfall hafið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:24 Tveggja sólarhringa vinnustöðvun hófst á miðnætti í gær. Vísir/Herjólfur Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“ Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Á miðnætti í gær hófst tveggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands vegna kjaradeilu félagsins við rekstrarfélag Herjólfs. Herjólfur mun ekki sigla á meðan á því stendur. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en þriðja vinnustöðvunin hefur verið boðuð að miðnætti 21. júlí og þá í þrjá sólarhringa. Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir kröfur Sjómannafélagsins óaðgengilegar, sér í lagi í ljósi efnahagslegra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Félagið hafi orðið fyrir miklu tekjufalli og að fram undan séu „kaldir mánuðir“. „Félagið hefur barist í bökkum. Það varð tekjufall hjá okkur eins og hjá mjög mörgum fyrirtækjum, allflestum í ferðaþjónustu. Að koma með svona kröfur á miðju sumri í þeim mánuðum sem við höfum mesta möguleika til að ná okkur í tekjur eru bara óskiljanlegar. Við höfum barist fyrir því að halda þeim störfum sem við erum með í dag þannig að ég veit ekkert hver niðurstaðan verður af þessum aðgerðum. Ef það er uppleggið að leggja þetta félag bara á hliðina þá skil ég ekki tilganginn hjá stéttarfélagi að taka þátt í því að leysa upp þau störf sem þegar eru til staðar.“ Aðspurður hvort álagið sé of mikið segir Guðbjartur að félagsmennirnir hafi talað um það. Þeir hafi þó ekki náð að sýna fram á að álagið hafi aukist. Krafan sé með öllu óaðgengileg. Hann kallar eftir því að félagsmenn axli ábyrgð gagnvart samfélaginu í Vestmannaeyjum. „Herjólfur er ekki bara í farþegaflutningum. Það er verið að flytja hér öll aðföng til samfélagsins, hvort sem það eru verslanir, apótek eða hvað þetta allt heitir þannig að þetta er mjög alvarlegt. Það getur bara hver sem er áttað sig á því að ef einhver þjóðvegur er rofinn til lengri tíma að þá hefur það afleiðingar nærsamfélagið.“
Herjólfur Vestmannaeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27
Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. 2. júlí 2020 12:09
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38