Innlent

Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.
Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Getty/Bandaríska Sendiráðið

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, deildi nú í kvöld tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska.

Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019.

Færsluna sem Gunter deildi birit Trump fyrir um tveimur klukkustundum. Þar má sjá mynd af honum með grímu fyrir vitum sér. Með myndinni skrifar Trump skilaboð sem eru áþekk þeim sem Gunter birtir.

„Margir segja það merki um þjóðarást að bera grímu þegar maður getur ekki stundað félagsforðun (e. social distancing.) Það er enginn þjóðræknari en ég, uppáhalds forsetinn ykkar,“ skrifar Trump einnig.

Ekki er langt síðan Trump lét undan þrýstingi og fór að bera grímur á almannafæri. Hann hefur þá lýst því yfir að það eigi að vera val hvers og eins að bera grímu á almannafæri, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum mælist til þess að allir beri andlitsgrímur. Stjórnvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa þannig skyldað íbúa til þess að vera með grímur á almannafæri til að hefta útbreiðslu veirunnar.


Tengdar fréttir

Misánægð með nýja sendiherrann

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikana­flokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.