Fyrrum samherji Sifjar skildi ekkert í íslenska boltanum við komuna til landsins Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júlí 2020 22:30 Sif í þættinum á fimmtudagskvöldið. vísir/skjáskot Sif Atladóttir, landsliðs- og atvinnukona hjá Kristianstads í Svíþjóð, segir að helsti munurinn á milli sænsku og íslensku deildarinnar sé samkeppnin. Sif var gestur í Pepsi Max-mörkum kvenna á fimmtudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Helena Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir voru ásamt Sif í settinu. „Mér finnst deildin vera jafnari. Botnliðin geta unnið toppliðin. Þó svo að okkur hafi verið náð neðri hlutanum þá er alltaf möguleiki. Það er ekkert gefið. Svo finnst mér taktískur munur. Það er miklu meira skipulag. Varnarlega er erfiðlega að brjóta niður liðin,“ sagði Sif. „Ég held að Þórdís Hrönn hafi fundið það þegar hún kom til okkar í fyrra. Við vorum að spila æfingaleik og hún brýtur skipulagið. Svo er spilað framhjá henni og þá verður þetta dómínóáhrif. Það kemur af því að það eru fleiri sterkari leikmenn sem geta brotið þig niður þegar skipulagið þitt brotnar.“ Fyrrum samherji Sifjar var lánuð til Vals 2012 þar sem hún lék fimm leiki og Sif segir að hún hafi ekkert skilið í íslensku pressunni fyrst þegar hún kom til landsins. „Það finnst mér stærsti munurinn. Johanna Rasmussen kom til Íslands 2012 og hún hefur spilað hjá okkur úti. Hún kom til Vals og var í láni í sex leiki og hún sagði að í fyrsta leiknum hafi bara verið keyrt yfir hana. Brjáluð pressa og ef þú tókst ekki boltann þá tókstu manninn. Hún bara: „Hvað er þetta?“ og skildi ekki þennan fótbolta.“ „Svo fattaði hún bara að þetta er pínu brjálæðispressa. Svo fór hún að lesa og þá voru einfaldar hreyfingar í að komast framhjá. Það er miklu meira verið sem varnarmaður í Svíþjóð þá leyfirðu sóknarmanninum að taka stjórnina en hérna erum við að vaða dálítið mikið og vinna boltann. Ef þú gerir það úti, þá ertu bara „out“ og ég held að það sé taktíski munurinn. Varnarlega þarftu að pæla meira í hlutunum.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Munurinn á Íslandi og Svíþjóð Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sif mælir með Svíþjóð: „Erfiðara að fara til Frakklands eða Þýskalands“ Sif Atladóttir var gestur Pepsi Max-markanna á fimmtudagskvöldið þar sem hún ræddi m.a. um sænska kvennaknattspyrnu sem og launamálin. 18. júlí 2020 11:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Sif Atladóttir, landsliðs- og atvinnukona hjá Kristianstads í Svíþjóð, segir að helsti munurinn á milli sænsku og íslensku deildarinnar sé samkeppnin. Sif var gestur í Pepsi Max-mörkum kvenna á fimmtudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Helena Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir voru ásamt Sif í settinu. „Mér finnst deildin vera jafnari. Botnliðin geta unnið toppliðin. Þó svo að okkur hafi verið náð neðri hlutanum þá er alltaf möguleiki. Það er ekkert gefið. Svo finnst mér taktískur munur. Það er miklu meira skipulag. Varnarlega er erfiðlega að brjóta niður liðin,“ sagði Sif. „Ég held að Þórdís Hrönn hafi fundið það þegar hún kom til okkar í fyrra. Við vorum að spila æfingaleik og hún brýtur skipulagið. Svo er spilað framhjá henni og þá verður þetta dómínóáhrif. Það kemur af því að það eru fleiri sterkari leikmenn sem geta brotið þig niður þegar skipulagið þitt brotnar.“ Fyrrum samherji Sifjar var lánuð til Vals 2012 þar sem hún lék fimm leiki og Sif segir að hún hafi ekkert skilið í íslensku pressunni fyrst þegar hún kom til landsins. „Það finnst mér stærsti munurinn. Johanna Rasmussen kom til Íslands 2012 og hún hefur spilað hjá okkur úti. Hún kom til Vals og var í láni í sex leiki og hún sagði að í fyrsta leiknum hafi bara verið keyrt yfir hana. Brjáluð pressa og ef þú tókst ekki boltann þá tókstu manninn. Hún bara: „Hvað er þetta?“ og skildi ekki þennan fótbolta.“ „Svo fattaði hún bara að þetta er pínu brjálæðispressa. Svo fór hún að lesa og þá voru einfaldar hreyfingar í að komast framhjá. Það er miklu meira verið sem varnarmaður í Svíþjóð þá leyfirðu sóknarmanninum að taka stjórnina en hérna erum við að vaða dálítið mikið og vinna boltann. Ef þú gerir það úti, þá ertu bara „out“ og ég held að það sé taktíski munurinn. Varnarlega þarftu að pæla meira í hlutunum.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Munurinn á Íslandi og Svíþjóð
Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sif mælir með Svíþjóð: „Erfiðara að fara til Frakklands eða Þýskalands“ Sif Atladóttir var gestur Pepsi Max-markanna á fimmtudagskvöldið þar sem hún ræddi m.a. um sænska kvennaknattspyrnu sem og launamálin. 18. júlí 2020 11:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Sif mælir með Svíþjóð: „Erfiðara að fara til Frakklands eða Þýskalands“ Sif Atladóttir var gestur Pepsi Max-markanna á fimmtudagskvöldið þar sem hún ræddi m.a. um sænska kvennaknattspyrnu sem og launamálin. 18. júlí 2020 11:30