Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 17:51 Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Getty/ Shannon Finney Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36
Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37