Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 14:54 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira