Fótbolti

Schürrle hættur aðeins 29 ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
André Schürrle með heimsmeistarastyttuna sem hann átti svo stóran þátt í að Þjóðverjar unnu.
André Schürrle með heimsmeistarastyttuna sem hann átti svo stóran þátt í að Þjóðverjar unnu. getty/Ian MacNicol

André Schürrle, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014, er hættur í fótbolta, aðeins 29 ára.

Schürrle átti eitt ár eftir af samningi sínum við Borussia Dortmund en fékk honum rift. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Spartak Moskvu í Rússlandi. Þar áður var Schürrle á láni hjá Fulham á Englandi.

Heimsmeistaramótið 2014 í Brasilíu var hápunkturinn á ferli Schürrles. Hann skoraði þrjú mörk á HM og lagði upp eina mark úrslitaleiksins gegn Argentínu fyrir Mario Götze. Schürrle lék 57 landsleiki og skoraði 22 mörk.

Schürrle hóf ferilinn með Mainz en fór til Bayer Leverkusen 2011. Chelsea keypti hann 2013 og hann varð Englandsmeistari með liðinu tveimur árum síðar.

Schürrle lék með Wolfsburg 2015-17 og varð einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hann fór svo til Dortmund 2016 og varð bikarmeistari á fyrsta tímabili sínu með liðinu.

Nú eru fimm af þeim fjórtán sem komu við sögu hjá Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014 hættir. Auk Schürrles hafa Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger, Miroslav Klose og Per Mertesacker lagt skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×