Thiago vill koma og Klopp segir já en Liverpool og Bayern ósammála um verð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 08:30 Thiago Alcantara þekkir ekkert annað en að vinna titla, bæði með Bayern og hjá Barcelona. Hér fagnar hann tvöföldum sigri Bæjara á leiktíðinni. EPA-EFE/ANNEGRET HILSE Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum. Þýski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum.
Þýski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira