Thiago vill koma og Klopp segir já en Liverpool og Bayern ósammála um verð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 08:30 Thiago Alcantara þekkir ekkert annað en að vinna titla, bæði með Bayern og hjá Barcelona. Hér fagnar hann tvöföldum sigri Bæjara á leiktíðinni. EPA-EFE/ANNEGRET HILSE Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum. Þýski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum.
Þýski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira