Innlent

Páll á Húsa­felli þarf að rífa leg­steina­safnið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hús legsteinasafnsins sem Páll þarf að rífa.
Hús legsteinasafnsins sem Páll þarf að rífa. Vísir

Páli Guðmundssyni, listamanni sem búsettur er á Húsafelli, er gert að fjarlægja nýreist hús sem hýsa átti legsteinasafn. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi svo í málinu í gær en nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson sem rekur gistiheimili á næstu lóð stefndi honum vegna hússins. Páll var þó sýknaður af annarri kröfu um að rífa hús sem nefnist Pakkhúsið.

Sæmundur rekur gistiheimilið Gamla bæ á Húsafelli 1, sunnan Húsafellskirkju, en Páll býr að Húsafelli 2 sem er norðan kirkjunnar. Páll á einnig landið Bæjargil sem er sunnan við kirkjuna.

Árið 2015 samþykkti Borgarbyggð deiliskipulag sem heimilaði að Pakkhúsið yrði fært á lóð á landi Bæjargils auk þess sem samþykkt var leyfi til að byggja hús legsteinasafnsins við Bæjargil. Sæmundur var verulega ósáttur með þetta þar sem sama heimreið lægi að Bæjargili og Húsafelli 1.

Þá óskaði hann eftir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tæki ákvörðun Borgarbyggðar. Hann taldi ljóst að röng tilgreining lóðarinnar hafi verið auglýst. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að deiliskipulagið hefði ekki tekið lögformlegt gildi og væri því ógilt.

Skessuhorn greinir frá því að kostnaðurinn við framkvæmdirnar hafi hlaupið á fjörutíu milljónum króna en húsið var uppbyggt að mestu og er fráengið. Ekki liggur fyrir hvort niðurstöðu dómsins verði áfrýjað.


Tengdar fréttir

Legsteinasafn Páls fyrir dóm

Borgarbyggð og listamanninum Páli Guðmundssyni, eiganda Húsafells 2, hefur verið stefnt fyrir dóm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×