Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 15. júlí 2020 11:37 Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins. Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins.
Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
„Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13
Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27