Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 15. júlí 2020 11:37 Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins. Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins.
Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13
Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27