Fótbolti

Marka­súpa Atalanta hélt á­fram gegn Birki og fé­lögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í leiknum í kvöld.
Birkir í leiknum í kvöld. vísir/getty

Atlanta hefur raðað inn mörkunum í vetur og það var engin undantekning á því er liðið mætti Brescia á heimavelli í kvöld en lokatölur 6-2 sigur heimamanna.

Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Brescia sem var lent 1-0 undir eftir tvær mínútur. Þeir jöfnuðu þó á 8. mínútu en fyrstu mínúturnar gáfu góð fyrirheit.

Atalanta var hins vegar komið í 4-1 í hálfleik. Marten de Roon, Ruslan Malinovsky og Duvan Zapata skoruðu sitt hvort markið.

Í síðari hálfleik gerði Mario Pasalic tvö mörk og fullkomnaði þrennuna eftir að hafa komið Atalanta yfir í fyrri hálfleik.

Nikolas Spalek minnkaði muninn fyrir Brescia áður en yfir lauk og lokatölur 6-2.

Atalanta er í öðru sætinu, sex stigum á eftir toppliði Juventus, en þeir hafa skorað 93 mörk í vetur sem er 26 mörkum meira en Juventus hafa skorað.

Brescia er í 19. sætinu, níu stigum frá öruggu sæti, er liðið á fimm leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×