Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2020 19:30 Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands Getty/PA Images Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og ákveðið að banna aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfinu í Bretlandi. Breski menningarmálaráðherrann greindi frá þessari ákvörðun í dag sem er stefnubreyting frá því Boris Johnson forsætisráðherrra reyndi í janúar að ná málamiðlun milli efnahags- og öryggishagsmuna með því að heimila Huawei takmarkaða aðkomu að uppbyggingu 5G samskipakerfisins. Huawei mætti ekki tengjast kjarna kerfisiins og mætti í heild ekki koma að meira en 35 prósentum af samskiptakerfinu. Forsætisráðherrann er hins vegar undir þrýstingi frá hluta flokksmanna sinna sem gagnrýna framkomu kínverskra stjórnvalda í Hong Kong og meint tengsl Huawei við kínversk stjórnvöld. Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands sagði á breska þinginu í dag að hömlur sem bandaríkjastjórn hefði sett á starfsemi Huawei gerði þróun tækni fyrirtækisins erfiða í Bretlandi. „Svo það sé á hreinu þá mega símafyrirtæki frá lokum þessa árs ekki kaupa neinn 5G-búnað frá Huawei og þegar frumvarpið um öryggi fjarskipta hefur verið samþykkt verður það lögbrot að gera slíkt,“ sagði Dowden. Bandaríkjastjórn sem á í viðskiptastríði við Kínverja hefur þrýst á Breta og fleiri þjóðir að útiloka Huawei sem þykir standa fremst í þróun 5G samskiptanetsinis í heiminum. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars bannað Huawei að nota bandarískan hugbúnað og tækni við uppbygginigu kerfisins. Þá hefur það áhrif í Bretlandi að bresk stjórnvöld reyna nú að ná hagstæðum viðskiptasamingum við Bandaríkjamenn eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Herra forseti, við höfum ekki tekið þessa ákvörðun af neinni léttúð. Og ég verð að vera reinskilinn um þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra fyrir öll kjördæmi landsins. Þetta mun seinka útbreiðslu 5G. Ákvarðanir okkar í janúar höfðu þegar seinkað útbreiðslunni um eitt ár og kostað allt að einum milljarði punda,“ sagði menningarmálaráðherrann á breska þinginu í dag. Viðbótarkostnaðurinn við að banna Huawei algerlega verði hálfur milljarður punda þannig að heildarkostnaðurinn við andstöðuna við kínverska fyrirtækið verður um 267 milljarðar íslenskra króna. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og ákveðið að banna aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfinu í Bretlandi. Breski menningarmálaráðherrann greindi frá þessari ákvörðun í dag sem er stefnubreyting frá því Boris Johnson forsætisráðherrra reyndi í janúar að ná málamiðlun milli efnahags- og öryggishagsmuna með því að heimila Huawei takmarkaða aðkomu að uppbyggingu 5G samskipakerfisins. Huawei mætti ekki tengjast kjarna kerfisiins og mætti í heild ekki koma að meira en 35 prósentum af samskiptakerfinu. Forsætisráðherrann er hins vegar undir þrýstingi frá hluta flokksmanna sinna sem gagnrýna framkomu kínverskra stjórnvalda í Hong Kong og meint tengsl Huawei við kínversk stjórnvöld. Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands sagði á breska þinginu í dag að hömlur sem bandaríkjastjórn hefði sett á starfsemi Huawei gerði þróun tækni fyrirtækisins erfiða í Bretlandi. „Svo það sé á hreinu þá mega símafyrirtæki frá lokum þessa árs ekki kaupa neinn 5G-búnað frá Huawei og þegar frumvarpið um öryggi fjarskipta hefur verið samþykkt verður það lögbrot að gera slíkt,“ sagði Dowden. Bandaríkjastjórn sem á í viðskiptastríði við Kínverja hefur þrýst á Breta og fleiri þjóðir að útiloka Huawei sem þykir standa fremst í þróun 5G samskiptanetsinis í heiminum. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars bannað Huawei að nota bandarískan hugbúnað og tækni við uppbygginigu kerfisins. Þá hefur það áhrif í Bretlandi að bresk stjórnvöld reyna nú að ná hagstæðum viðskiptasamingum við Bandaríkjamenn eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Herra forseti, við höfum ekki tekið þessa ákvörðun af neinni léttúð. Og ég verð að vera reinskilinn um þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra fyrir öll kjördæmi landsins. Þetta mun seinka útbreiðslu 5G. Ákvarðanir okkar í janúar höfðu þegar seinkað útbreiðslunni um eitt ár og kostað allt að einum milljarði punda,“ sagði menningarmálaráðherrann á breska þinginu í dag. Viðbótarkostnaðurinn við að banna Huawei algerlega verði hálfur milljarður punda þannig að heildarkostnaðurinn við andstöðuna við kínverska fyrirtækið verður um 267 milljarðar íslenskra króna.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira