Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2020 19:30 Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands Getty/PA Images Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og ákveðið að banna aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfinu í Bretlandi. Breski menningarmálaráðherrann greindi frá þessari ákvörðun í dag sem er stefnubreyting frá því Boris Johnson forsætisráðherrra reyndi í janúar að ná málamiðlun milli efnahags- og öryggishagsmuna með því að heimila Huawei takmarkaða aðkomu að uppbyggingu 5G samskipakerfisins. Huawei mætti ekki tengjast kjarna kerfisiins og mætti í heild ekki koma að meira en 35 prósentum af samskiptakerfinu. Forsætisráðherrann er hins vegar undir þrýstingi frá hluta flokksmanna sinna sem gagnrýna framkomu kínverskra stjórnvalda í Hong Kong og meint tengsl Huawei við kínversk stjórnvöld. Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands sagði á breska þinginu í dag að hömlur sem bandaríkjastjórn hefði sett á starfsemi Huawei gerði þróun tækni fyrirtækisins erfiða í Bretlandi. „Svo það sé á hreinu þá mega símafyrirtæki frá lokum þessa árs ekki kaupa neinn 5G-búnað frá Huawei og þegar frumvarpið um öryggi fjarskipta hefur verið samþykkt verður það lögbrot að gera slíkt,“ sagði Dowden. Bandaríkjastjórn sem á í viðskiptastríði við Kínverja hefur þrýst á Breta og fleiri þjóðir að útiloka Huawei sem þykir standa fremst í þróun 5G samskiptanetsinis í heiminum. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars bannað Huawei að nota bandarískan hugbúnað og tækni við uppbygginigu kerfisins. Þá hefur það áhrif í Bretlandi að bresk stjórnvöld reyna nú að ná hagstæðum viðskiptasamingum við Bandaríkjamenn eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Herra forseti, við höfum ekki tekið þessa ákvörðun af neinni léttúð. Og ég verð að vera reinskilinn um þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra fyrir öll kjördæmi landsins. Þetta mun seinka útbreiðslu 5G. Ákvarðanir okkar í janúar höfðu þegar seinkað útbreiðslunni um eitt ár og kostað allt að einum milljarði punda,“ sagði menningarmálaráðherrann á breska þinginu í dag. Viðbótarkostnaðurinn við að banna Huawei algerlega verði hálfur milljarður punda þannig að heildarkostnaðurinn við andstöðuna við kínverska fyrirtækið verður um 267 milljarðar íslenskra króna. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og ákveðið að banna aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfinu í Bretlandi. Breski menningarmálaráðherrann greindi frá þessari ákvörðun í dag sem er stefnubreyting frá því Boris Johnson forsætisráðherrra reyndi í janúar að ná málamiðlun milli efnahags- og öryggishagsmuna með því að heimila Huawei takmarkaða aðkomu að uppbyggingu 5G samskipakerfisins. Huawei mætti ekki tengjast kjarna kerfisiins og mætti í heild ekki koma að meira en 35 prósentum af samskiptakerfinu. Forsætisráðherrann er hins vegar undir þrýstingi frá hluta flokksmanna sinna sem gagnrýna framkomu kínverskra stjórnvalda í Hong Kong og meint tengsl Huawei við kínversk stjórnvöld. Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands sagði á breska þinginu í dag að hömlur sem bandaríkjastjórn hefði sett á starfsemi Huawei gerði þróun tækni fyrirtækisins erfiða í Bretlandi. „Svo það sé á hreinu þá mega símafyrirtæki frá lokum þessa árs ekki kaupa neinn 5G-búnað frá Huawei og þegar frumvarpið um öryggi fjarskipta hefur verið samþykkt verður það lögbrot að gera slíkt,“ sagði Dowden. Bandaríkjastjórn sem á í viðskiptastríði við Kínverja hefur þrýst á Breta og fleiri þjóðir að útiloka Huawei sem þykir standa fremst í þróun 5G samskiptanetsinis í heiminum. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars bannað Huawei að nota bandarískan hugbúnað og tækni við uppbygginigu kerfisins. Þá hefur það áhrif í Bretlandi að bresk stjórnvöld reyna nú að ná hagstæðum viðskiptasamingum við Bandaríkjamenn eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Herra forseti, við höfum ekki tekið þessa ákvörðun af neinni léttúð. Og ég verð að vera reinskilinn um þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra fyrir öll kjördæmi landsins. Þetta mun seinka útbreiðslu 5G. Ákvarðanir okkar í janúar höfðu þegar seinkað útbreiðslunni um eitt ár og kostað allt að einum milljarði punda,“ sagði menningarmálaráðherrann á breska þinginu í dag. Viðbótarkostnaðurinn við að banna Huawei algerlega verði hálfur milljarður punda þannig að heildarkostnaðurinn við andstöðuna við kínverska fyrirtækið verður um 267 milljarðar íslenskra króna.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira